Nýjast á Local Suðurnes

Afhenda pelsa til bágstaddra á Suðurnesjum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Fjölskylduhjálp Íslands mun í vikunni afhenda um 200 pelsa til bágstaddra hér á landi. Pelsarnir eru komnir frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA. Hluti af pelsunum verða afhentir hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum.

Samkvæmt frétt á Vísi.is mun úthlutunin á pelsunum fara fram á sama tíma og matarúthlutunin í Fjölskylduhjálp Íslands á fimmtudag. Þeir sem ætla að sækja sér mataraðstoð gera það á sama stað en pelsarnir verða afhentir í öðrum inngangi.