Nýjast á Local Suðurnes

Unglingar á hlaupahjólum trufluðu umferð

Lög­regl­an á Suður­nesj­um þurfti í nótt að hafa af­skipti af nokkr­um ung­ling­um sem gerðu það að leik sín­um að trufla um­ferð í Kefla­vík með því að fara á hlaupa­hjól­um fyr­ir bíla sem voru á ferðinni.  Auk þessa máttu þeir ekki vera úti að nóttu til vegna ald­urs. Ung­ling­un­um var veitt til­tal, ekið til síns heima og rætt verður við for­ráðamenn þeirra.

Í fyrra­kvöld þurfti lög­regla einnig að sker­ast í leik­inn, einnig í Kefla­vík, þegar ung­ling­ar á hlaupa­hjól­um iðkuðu að hlaupa fyr­ir bíla á hlaupa­hjól­um. Rætt var við þá og for­ráðamenn þeirra.

Þá voru tveir tíu ára strák­ar staðnir að því að reiða hvor ann­an á vespu og voru þeir hjálm­laus­ir í þokka­bót. Einnig var talað við þá og for­ráðamenn þeirra.