Nýjast á Local Suðurnes

Einn öflugasti flugskóli Norðulanda verður til með sameiningu

Mynd: Keilir

Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands hafa sameinast í stærsta flugskóla landsins undir nafninu Flugakademía Íslands. Skólinn verður eftir sameiningu einn sá stærsti á Norðurlöndunum með á annan tug kennsluvéla, flughermi og veglega kennslu og þjálfunaraðstöðu.

Mun skólinn stunda kennslu til jafns í Hafnarfirði og á Ásbrú í Reykjanesbæ og verða verklegar æfingar á bæði Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu hins nýstofnaða flugskóla.

Í ár útskrifaðist fjölmennasti bekkur atvinnuflugmanna í sögu skólans eða 78 flugmenn og er einn bekkur í haust þegar fullmannaður. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í annan bekk og rennur umsóknarfrestur í hann út 15. ágúst.