Nýjast á Local Suðurnes

Fimmtán ára tekinn á bifreið móður sinnar

Talsvert hefur verið um umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Meðal annars stöðvaði lögregla ökumann sem reyndist vera aðeins fimmtán ára gamall. Hafði hann tekið bifreið móður sinnar í leyfisleysi og var með tvo farþega með sér þegar hann var tekinn úr umferð.

Þá var á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur. Sjö til viðbótar voru grunaðir um vímuefnaakstur. Skráningarnúmer voru svo fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru ótryggðar eða óskoðaðar.

Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæminu. Í tveim tilvikum höfnuðu bifreiðirnar utan vegar og skemmdust talsvert en ekki urðu slys á fólki. Í þriðja tilvikinu kviknaði í bifreið á Reykjanesbraut og var hún óökufær eftir brunann. Ökumaður slapp ómeiddur.