Nýjast á Local Suðurnes

Hundrað þúsund kall í sekt fyrir hraðakstur

Lögreglan á Suðurnesjum kærði vel á annan tug ökumanna fyrir hraðakstur um helgina. Sá sem hraðast ók var á ferðinni eftir Reykjanesbraut. Hann mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að brotið hafi kostað ökumanninn 97.500 krónur.

Þá voru lögreglumenn duglegir við að fjarlægja skráningarnúmer af bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar.