Nýjast á Local Suðurnes

Stjórn Kadeco tekur ekki afstöðu í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra

Ný stjórn Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, mun ekki taka afstöðu til svara Kjartans Þórs Eiríkssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, við spurn­ingum fyrri stjórn­ar­ félagsins um við­skipti hans á Ásbrú og tengsl hans við kaup­endur eigna sem Kadeco hefur selt á síð­­­­­ustu árum á svæð­inu. Þá hafa svörin ekki verið send fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, þar sem ráðuneytið hefur ekki óskað eftir þeim, en fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið fer með málefni Kadeco.

Kjartan Þór sendi stjórninni skrifleg svör við spurningunum á dögunum, eftir að stórnin hafði óskað þess. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem fer með eign­ar­hald rík­is­ins í Kadeco, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Kjartan Þór sagði starfi sínu lausu á dögunum og óskaði hin nýja stjórn eftir því að hann léti strax af störfum. Kjartan Þór fær þó greiddan sex mánaða uppsagnarfrest. Ekki fengust upplýsingar um laun framkvæmdastjórans fyrrverandi, en tæplega þriðjungur af launakostnaði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, fyrir árið 2015 fór í þóknanir og hlunnindi til stjórnenda félagsins, en undir þann lið falla meðal annars laun framkvæmdastjóra og stjórnar fyrirtækisins.