Nýjast á Local Suðurnes

Fullkomnum veiðitækjum stolið af bát í Keflavík

Þremur DNG færarúllum, af gerðinni 6000i, var stolið af bát í Reykjanesbæ í gær. Um er að ræða mjög fullkomið veiðitæki og eru verðmætin eftir því. Tvær af rúllunum eru svartar að lit og ein grá.

Ef einhver veit um rúllurnar eða hefur einhverjar upplýsingar um þær er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.