Nýjast á Local Suðurnes

Létta undir með 16-18 ára ungmennum

Bæjarráð Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til aðgerða til að létta undir með 16-18 ára ungmennum í sveitarfélaginu. Samkomutakmarkanir hafa bitnað illa á þessum aldurshóp, m.a. með minni minni félagslegri samveru, rútínuleysi, álagi á heimilum og stöðugri óvissu.

Aðgerðirnar sem bæjarráð samþykkti í gær byggja á tillögum sem fulltrúar 16-18 ára ungmenna lögðu fram á samráðsfundi ungmennaráðs og starfsfólks Grindavíkurbæjar. Aðgerðirnar sem samþykktar voru í gæru eru:

  • Ungmenni með lögheimili í Grindavík, fædd á árunum 2002-2004, munu fá frítt í sund til 31. mars 2021 gegn framvísun skilríkja í afgreiðslu íþróttamannvirkja.
  • Kvikan verður opin sérstaklega fyrir ungmenni þar sem kostur gefst á að hittast, læra eða vinna sameiginleg verkefni.
  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun kanna þann möguleika að bjóða upp á fasta viðveru námsráðgjafa í Grindavík ef ekki verður unnt að bjóða upp á staðnám eftir áramót.

Grindavíkurbær minnir jafnframt á að hægt er að leita til ráðgjafa á vegum Grindavíkurbæjar ef þörf er á. Hægt er að hafa samband við afgreiðslu í síma 420-1100 eða gegnum netfangið sigrunp@grindavik.is

Sveitarfélagið hefur áður gripið til aðgerða til að halda utan um þennan aldurshóp, m.a. þegar öllum ungmennum var boðin sumarvinna í sumar.