Nýjast á Local Suðurnes

Heimsóttu 26 sundlaugar og gáfu einkunn – Suðurnesjalaugar komu vel út

Mosfellingurinn Hinrik Wöhler sem skellti sér í 26 sundlaugar í meistaramánuðinum febrúar, ásamt félögum sínum, þar á meðal í allar laugarnar á Suðurnesjum. Kappinn gaf laugunum svo einkunn og komu flestar laugarnar á Suðurnesjum vel út.

Það er Vísir.is sem greinir frá þessu, en þar kemur fram að Hinrik segist hafa sterkar skoðanir á almenningssundlaugum og hér fyrir neðan má finna þær Suðurnesjalaugar sem sköruðu framúr í hinum ýmsu flokkum, en umsagnir um allar laugarnar má finna hér.

Afþreying: Garður. Frábært körfuboltaspjald, gott í stinger.

Inniklefinn: Saunuklefinn í Njarðvík. Algjört leyni.

Ísbaðið: Grindavík. Góð dýpt á ísbaðinu og nálægð við aðra potta.

Þjónustan: Vogar. Gott viðmót og fríar sundnúðlur til að fljóta.

Þegar horft er til allra þátta eru þessar þrjár laugar í persónulegu uppáhaldi:

Varmárlaug 16/17
Sundlaugin í Grindavík 15,5/17
Sundlaugin á Vogum 14,5/17