Nýjast á Local Suðurnes

Enn stefnt að opnun World Class í Reykjanesbæ

Enn er stefnt að opnun líkamsræktarstöðvar World Class í Reykjanesbæ. Björn Kr. Leifsson eigandi World Class staðfesti þetta í samtali við Suðurnes.net og sagði fyrirtækið leita að hentugri lóð undir starfsemina.

Fyrirtækið hafði tryggt sér húsnæði við Hafnargötu og var stefnt á að opna stöð sem yrði búin fullkomustu tækjum sem völ er á, þar á meðal fullkomnum tækjasal og gufubaðsaðstöðu. Heimildir Suðurnes.net herma að ekki hafi fengist leyfi til að breyta húsnæðinu svo það hentaði undir starfsemina.

World Class er stærsta keðja líkamsræktarstöðva hér á landi og hafa korthafar aðgang að öllum stöðvum fyrirtækisins ásamt aðgangi að fjölda sundlauga á svæðum sem fyrirtækis starfar til dæmis má nefna Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Árbæjarlaug, Sundhöll Selfoss og Breiðholtslaug. Þá er úrval af fjölbreyttum opnum hóptímum í tímatöflu World Class einnig innifalið fyrir kortahafa.