Nýjast á Local Suðurnes

Erlingur sýnir margvísleg verk í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Laugardaginn 18. júlí sl. var opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sýning á fjölbreyttum verkum Erlings Jónssonar, myndhöggara. Sýningin er haldin í tilefni af 85 ára afmæli listamannsins en hann fæddist 30. mars 1930 í Móakoti á Vatnsleysuströnd.

Á sýningunni verða brjóstmyndir og vangamyndir af þekktum Íslendingum og Norðmönnum ásamt margvíslegum verkum úr leir, bronsi, steini, stáli, kopar og tré.

Sýningin er eins og áður segir haldin í tilefni 85 ára afmælis listamannsins á þessu ári, en hann hefur verið búsettur í Noregi um áratuga skeið.  Sýningin er öllum opin og stendur til 7. ágúst næstkomandi.