Nýjast á Local Suðurnes

Möguleiki á milljón króna hótelherbergi á Valentínusardaginn

Valentínusardagurinn er á næsta leiti og keppast fyrirtæki við að auglýsa flott tilboð sem gilda þann daginn fyrir ástfangin pör. Hótel Keflavík er enginn eftirbátur annara þegar kemur að flottum tilboðum og auglýsir tilboð sem gildir helgina 14. – 17. febrúar næstkomandi.

Tilboðið sem elsta hótel Suðurnesja auglýsir er þó með þeim betri sem í boði eru, en þeir sem kaupa deluxe gistingu, fjögurra rétta máltíð fyrir tvo auk morgunverðar á litlar 36.600 krónur eiga möguleika á að vera uppfærð í Diamond Suites á 5 stjörnu lúxussvítur á meðan pláss leyfir. Nóttin á slíkri svítu kostar litlar milljón krónur, enda um að ræða eina flottustu gistingu sem völ er á hér á landi.

Diamond suites hefur vakið athygli á samfélagsmiðlunum í gegnum tíðina, en yfir 350.000 manns létu sér líka við mynd af morgunverði glaumgosans Dan Biltzerian sem var einn af fyrstu gestum hótelsins árið 2016.