Nýjast á Local Suðurnes

KSK byggir verslunar- og þjónustukjarna við flugstöðina – Opnar 2017

Kaupfélag Suðurnesja vinnur að verkefni sem snýr að byggingu á verslunar- og þjónustukjarna á tuttugu þúsund fermetra lóð í nálægð við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, verkefnið er unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Garð en byggingarsvæðið er í landi þess. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Skúli Skúlason stjórnarformaður Kaupfélags Suðurnesja segir við Víkurfréttir að við val á staðsetningu hafi verið hugað að mörgum þáttum, s.s. framtíðarskipulagi Keflavíkurflugvallar (sem kynnt var í haust), svæðaskipulagi, aðalskipulagi bæjarfélaganna, umferðarspá, hljóðvist, hæð bygginga vegna flugvallarins, stækkunarmöguleikum og veðri.

Þá kemur fram í fréttinni að stefnt sé að opnun kjarnans árið 2017.