Nýjast á Local Suðurnes

Fjölskylduvæn hjólaferð í boði Þríþrautardeildar UMFN

Þríþrautardeild UMFN, 3N, býður bæjarbúum og öðrum sem áhuga hafa á hjólreiðum í hjólaferð um Reykjanesbæ, fimmtudaginn 6. júlí næstkomandi. Lagt verður af stað klukkan 19, undir stjórn Rúnars Helgasonar hjá 3N.

Hjólað verður frá Reykjaneshöllinni og upp á Ásbrú þar sem hjólað verður á nýjum stígum. Leiðin til baka að Reykjaneshöll verður farin meðfram sjónum.

Ferðin er fjölskylduvæn og tilvalið tækifæri fyrir innan sem og utanbæjarfólk til þess að kynnast útivistarleiðum í Reykjanesbæ. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina.