Nýjast á Local Suðurnes

Vinnuflokkum HS Veitna leyft að fara til Grindavíkur í birtingu

Fyrr í kvöld fór rafmagn af á stórum hluta Grindavíkur og fór starfsfólk HS Veitna strax í að greina stöðuna.

Í samráði við Almannavarnir var ákveðið að senda vinnuflokka til Grindavíkur í birtingu, nema aðstæður hamli því. Óvíst er hvort og hvenær rafmagn komist aftur á.