Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn með kannabisfræ í boxum

Ferðamaður var stöðvaður með kannabisfræ í tveimur boxum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komuna til landsins í gær. Viðkomandi sagðist hafa keypt fræin í Amsterdam og að honum hefði ekki verið kunnugt um að innflutningur þeirra væri ólöglegur.

Féllst hann á að afhenda fræin, sem verður eytt, að sögn lögreglu.