Nýjast á Local Suðurnes

Skoðað hvort breyta eigi Skólavegi 1 í leikskóla

Reykjanesbær kannar nú möguleika á framtíðarnotkun Skólavegar 1 sem leikskólahúsnæði.

Unnið er að því að greina kostnað við breytingar á húsnæðinu og greiningar á hversu mörg börn gætu komist þar að. Þá er kannað með rakaskemmdir áður en ákvörðun verður tekin.

Leikskólinn yrði rekinn sem útibú frá leikskólanum Tjarnaseli ef af verður.