Nýjast á Local Suðurnes

Isavia hagnaðist um 4,2 milljarða á síðasta ári

Isavia hagnaðist um 4,2 milljarða króna á síðasta ári sem er 7,9 prósent meiri hagnaður en árið 2017. Tekjur fyrirtækisins voru tæplega 41,8 milljarðar sem er 10 prósent aukning frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í ársreikningi Isavia sem birtur var á vef fyrirtækisins í kjölfar aðalfundar fyrirtækisins. Isavia rekur áætlunarflugvelli og lendingarstaði á Íslandi, meðal annars Keflavíkurflugvöll, þaðan sem lang flestar flugferðir á Íslandi fara um.