Nýjast á Local Suðurnes

Ekið á gangandi vegfaranda – Lögregla vill komast í samband við vitni


Ekið var á gangandi vegfaranda á gangbrautarljósum við Reykjanesveg í Njarðvík klukkan rúmlega eitt í dag og fór ökumaður af vettvangi án þess að huga að þeim sem ekið var á.

Ökutækið er hvítur sendibíll í minni kantinum og hvetjum við ökumann til að gefa sig fram við lögreglu. Ef einhverjir hafa verið vitni að þessu þá biðjum við ykkur einnig að hafa samband.