Nýjast á Local Suðurnes

Samningar við kröfuhafa sigla í strand – Ekki óskað eftir fjárhaldsstjórn

Reykjanesbær mun tilkynna eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um að viðræður við kröfuhafa hafi ekki borið tilætlaðan árangur, þar sem 11 lífeyrissjóðir samþykkja ekki niðurfellingu á skuldum sveitarfélagsins og Reykjaneshafnar. Reykjanesbær mun þó ekki óska eftir því við innanríkisráðuneytið að skipuð verði fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nú í kvöld, með atkvæðum meirihluta, minnihluti var á móti tillögunni.

Fram kom í máli Friðjóns Einarssonar, formanns bæjarráðs að lífeyrissjóðirnir 11 hafi ekki sýnt vilja til þess að koma til móts við kröfur Reykjanesbæjar um að fella niður hluta af skuldum.

Óljóst er hvað gerist í framhaldinu, en mögulegt er að eftirlitsnefndin óski eftir því við innanríkisráðuneytið að það taki ákvörðun um hvort skipuð verði fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu.