Nýjast á Local Suðurnes

Ekki gerð krafa um QR-kóða

Frá og með morgundeginum verður ekki gerð krafa um QR-kóða fyrir þá sem eiga erindi til Grindavíkur, en þó þarf að stöðva við lokunarpósta og gefa upp nafn og fjölda farþega.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem sjá má hér fyrir neðan:

Til viðbótar varðandi fyrri fréttatilkynningu.
Sú breyting hefur orðið á að frá og með kl 07:00 í fyrramálið þá verður EKKI gerð krafa um QR kóða fyrir þá sem erindi eiga til Grindavíkur. Það verður hinsvegar þannig að fólk verður að stoppa á lokunarpóstum, gefa upp nafn sitt og fjölda í hverjum bíl.