Verðmætasköpun í atvinnulífinu og uppistand – Haustfundur Heklunnar í dag

Haustfundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, fer fram í Hljómahöll í dag, húsið opnar klukkan 11:45 og hefst dagskráin klukkan 12. Fjallað verður um verðmætasköpun í atvinnulífinu og þau tækifæri sem er að finna á Suðurnesjasvæðinu.
Að sögn Bjarkar Guðjónsdóttur verkefnastjóra Heklunnar hefur mikill viðsnúningur orðið á atvinnulífinu á Suðurnesjum á stuttum tíma.
„Nú glímum við við það lúxusvandamál að hér vantar fólk í vinnu og þar á ferðaþjónustan stóran þátt en líkja má Flugstöð Leifs Eiríkssonar við stóriðju okkar Suðurnesjamanna“. Segir Björk.
Ari Eldjárn uppistandari mun slá á létta strengi á fundinum en fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Heklunnar og SSS.
Fundurinn verður haldinn í Bergi, Hljómahöll og hefst hann kl. 12:00 en húsið opnar kl. 11:45 með léttu hádegissnarli. Áætluð fundarlok eru kl. 13:30 og er fundurinn öllum opinn.