Nýjast á Local Suðurnes

Jón Ingi Íslandsmeistari í snóker eftir 7 klukkutíma úrslitaleik

Jón Ingi Ægisson og Brynjar Kristjánsson mættust í úrslitum Íslandsmótsins í snóker um helgina, í sannkölluðum maraþonleik, keppnin á milli þeirra félaga tók rétt um sjö klukkustundir og reyndi verulega á taugarnar.

Á vef 147.is egir að leikurinn hafi byrjað með látum þar sem Brynjar gerði 93, sem var hæsta skor mótsins, en eftir það var keppnin á milli þeirra afar spennandi allt til loka. Jón Ingi komst í 4-2, Brynjar vann næstu þrjá ramma, Jón Ingi jafnaði og vann svo að lokum á bleiku kúlunni 6-5.