Haldlögðu öxi og gaddakylfu auk fíkniefna við húsleit

Lögreglan á Suðurnesjum fann nokkuð af fíkniefnum í húsleit sem gerð var í umdæminu í vikunni. Um var að ræða meint amfetamín og kannabisefni. Þá fundust öxi og gaddakylfa, auk verkfæra, sem lögregla haldlagði.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-500. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.