Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 4.000 leituðu Valdimars

Auglýsingastofan Sahara birti á dögunum lista yfir leitir ársins 2018 á leitarvélinni Google á Íslandi og voru meðal annars birtar tölur yfir leitarfjölda vinsælla vörumerkja hvað snerti fataverslun, listamenn og íþróttamenn.

Listann yfir mest leituðu listamenn landsins má sjá hér. Ef frá er talin hljómsveitin Of Monsters And Men, var söngvarinn góðkunni Valdimar Guðmundsson vinsælastur Suðurnesjalistamanna að þessu sinni en tæplega 4.000 leitir voru gerðar á Google af upplýsingum um kappann.