Nýjast á Local Suðurnes

Flutningabíll og mótorhjól í árekstri á Reykjanesbraut

Alvarlegt umferðarslys varð við afleggjarann að Ásbrú um klukkan sjö í morgun, þannig að loka varð Reykjanesbraut frá Fitjum að Grænásvegi í rúmar þrjár klukkustundir. Slysið varð þegar stór flutn­inga­bíll og mótor­hjól rák­ust sam­an, samkvæmt fréttavefnum mbl.is. Samkvæmt sama miðli varð slysið með þeim hætti að flutn­inga­bíll­inn var að beygja frá af­leggj­ar­an­um við Ásbrú þegar hann ók í veg fyr­ir mótor­hjólið.

Fram kemur í frétt mbl.is að ekki sé vitað um líðan þeirra sem í slysinu lentu og vill lög­regl­an á Suður­nesj­um ekki tjá sig um slysið að svo stöddu.