Nýjast á Local Suðurnes

Missa leikmann ársins yfir til Njarðvíkur

Magnús Magnússon hefur yfirgefið herbúðir knattspyrnufélagsins Reynis Sandgerði og skrifað undir þriggja ára samning við Njarðvík.

Magnús sem er 23 ára gamall var valinn leikmaður ársins hjá Reyni í sumar eftir að hafa skorað 5 mörk í 20 leikjum. Samtals hefur hann leikið 85 leiki í meistaraflokki og gert í þeim 23 mörk, segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum.