Nýjast á Local Suðurnes

Valur Orri hafði betur í Suðurnesjaslagnum – Elvar Már með enn eitt metið

Mynd: Heimasíða Barry háskóla

Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson og félagar í Florida Tech háskólanum höfðu betur gegn Barry háskóla í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik í kvöld, en Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson leikur með Barry. Leikið var á heimavelli Florida Tech og að leik loknum höðu heimamenn skorað 96 stg gegn 83 stigum gestanna.

Félagarnir Valur Orri Elvar Már léku báðir rúman hálftíma í leiknum og skoraði Valur 6 stig á meðan Elvar skoraði 24 stig, en það er áttundi leikurinn á tímabilinu sem hann skorar yfir 20 stig í leik.

Þá bætti Elvar Már enn eitt skólametið þegar hann gaf stoðsendingu í upphafi leiks, en það var stoðsending númer 579 sem hann sendir með liði Barry. Fyrra metið var sett árið 2007 og kemur fram á heimasíðu skólans að enn sé nóg eftir af tímabilinu og ólíklegt sé að met Elvars Más verði bætt á næstunni.