Nýjast á Local Suðurnes

Akstur með úrgang um Reykjanesbraut hefur margfaldast

Rúm 11.000 tonn af úrgangi eru brennd í kölku árlega auk þess sem mikil aukning hefur verið á flutningum á efni til höfuðborgarinnar á vegum fyrirtækisins til urðunar og endurvinnslu.

Frákeyrt magn úrgangs frá Kölku, sem fór til endurnýtingar, endurvinnslu eða urðunar á höfuðborgarsvæðinu var rúmlega 5.200 tonn á síðasta ári. Um 1.600 tonn fóru í endurvinnslu og til urðunar fóru rúmlega 2.000 tonn auk um 1.600 tonna af botnösku sem flutt var til Sorpu til urðunar. Í heildina var frákeyrt magn úrgangs frá sorpeyðingarstöðinni því um 5.200 tonn, sem að mestu er ekið um Reykjanesbraut.

Árið 2012 var frákeyrt magn frá stöðinni um 1.900 tonn, á meðan brennsla í stöðinni var um 8.000 tonn. Akstur með úrgang hefur því tæplega þrefaldast á fimm árum.