Nýjast á Local Suðurnes

Fámennt en góðmennt í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins

Margir samverkandi þættir gerðu það að verkum að heldur fámennt var í Jónsmessugöngu Grindavíkurbæjar og Bláa lónsins síðastliðinn laugardag, en um 50 manns lögðu leið sína upp á Þorbjörn þetta kvöld. Veðurspáin var ekki góð, og þá voru bæði forsetakosningar í fullum gangi sem og stórleikur á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að þeir sem þó lögðu á fjallið hafi ekki verið sviknir af upplifuninni. Ingó veðurguð mætti og spilaði og söng eins og algjör fagmaður og hélt uppi góðri stemningu. Þegar hann hafði spilað í um 45 mínútur hafði bætt enn meira í vindinn og úrkomu svo að hópurinn hélt áfram göngu og voru menn fegnir því að komast ofan í heitt og notalegt lónið eftir hressandi göngu.