Nýjast á Local Suðurnes

Samráð um skógrækt

Reykjanesbær vinnur nú að uppgræðslu- og skógræktaráætlun fyrir sveitarfélagið, í samstarfi við Land og skóg. Markmið áætlunar er að búa til aðgerðaráætlun til að auka gróður, bæta nærviðri og auka lífsgæði bæjarbúa sem og annarra sem ferðast um bæinn, segir í tilkynningu.

Mikilvægur grundvöllur fyrir áætlanagerð sveitarfélagsins er samráð við íbúa. Með virkri þátttöku vonumst við til þess að íbúar komi sínum ábendingum til skila.

Uppgræðslu- og skógræktargátt verður opin til 26. apríl og má senda inn ábendingar á vef sveitarfélagsins.