Nýjast á Local Suðurnes

Samkaup lækka verð á yfir 400 vörunúmerum

Verslun Nettó við Krossmóa

Sam­kaup til­kynntu á dögunum að verð yrði lækkað á fleiri en 400 vör­u­núm­er­um und­ir merkj­um Ängla­mark og X-tra í öll­um versl­un­um fyrirtækisins.

Verslanirnar eru rúm­lega 60 talsins víða um land og eru und­ir merkj­um Nettó, Kram­búðar­inn­ar, Kjör­búðar­inn­ar og Ice­land. Verðið verður nú sam­bæri­legt og jafn­vel lægra en í upp­hafi árs og kem­ur til með að hald­ast að minnsta kosti óbreytt til ára­móta.

Hugs­un­in með lækk­un­um þess­um er að sporna gegn áhrif­um verðbólgu á dag­leg inn­kaup fólks, segir í tilkynningu.