Nýjast á Local Suðurnes

Líflegar umræður um KFC í Reykjanesbæ á einum vinsælasta afþreyingavef heims

Veitingastaður KFC í Reykjanesbæ hefur vakið athygli margra notenda einnar vinsælustu afþreyingavefsíðu heims, 9GAG. En miklar umræður hafa farið þar fram að undanförnu, hvar útliti staðarins er hrósað og er svo komið að færslan er ein sú vinsælasta á vefsíðunni, sem skoðuð er af milljónum manna á degi hverjum.

Um 400 manns hafa tjáð sig um bygginguna, matinn og skyndibita almennt við fæsluna, sem sjá má hér. Það er vefsíðan Menn.is sem greinir frá þessu, en þar má sjá fleiri skjáskot af umræðum um staðinn.