Kannabis í poka og fíkniefni í tóbaksdós – Nóg að gera hjá lögreglunni
Það hefur verið í nógu að snúast hjá lögreglunni á Suðurnesjum að undanförnu, ökumaður um tvítugt sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina við hefðbundið eftirlit reyndist ekki aðeins vera undir áhrifum fíkniefna heldur var hann einnig með kannabis í poka í bílnum. Hann viðurkenndi eign sína á fíkniefnunum.
Annar einstaklingur sem lögregla hafði afskipti af var með fíkniefni í tóbaksdós, sem hann vísaði lögreglumönnum á.