Nýjast á Local Suðurnes

Sveindís Jane skoraði tvö mörk gegn Hvít-Rússum

Stelpurnar í U17 landsliðinu í knattspyrnu byrjuðu undankeppni EM á mjög sannfærandi hátt þegar þær lögðu Hvít Rússa í Cork á Írlandi.  Lokatölur urðu 4 – 0 fyrir Ísland.

Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum.  Sveindís Jane Jónsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 11. mínútu leiksins og Hlín Eiríksdóttir bætti við marki 26. mínútu.  Það var svo sex mínútum síðar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir bætti við þriðja marki Íslendinga og þannig stóðu leikar þegar flautað var til leikhlés.  Sveindís Jane bætti svo við fjórða markinu eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir fín færi Íslendinga til að bæta við, segir á heimasíðu KSÍ.