Jafnt hjá Njarðvík gegn nýliðunum
Njarðvíkingar mættu ákveðnir til leiks þegar þeir fengu nýliða Magna frá Grenivík í heimsókn á Njarðtaks-völlinn í gær, þeir komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Theódór Guðna Halldórssyni og Harrison Hanley í fyrri hálfleik, en urðu að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli.
Hafsteinn Gísli Valdimarsson fékk að líta rauða spjaldið á 55. mínútu og við það hrundi leikur Njarðvíkinga, sem höfðu leikið aðfar vel fram að því. Leikmenn Magna gengu á lagið og náðu að setja tvö mörk í síðari hálfleik, það fyrra á 60. mínútu og það síðara fimm mínútum fyrir leikslok.
Leikurinn í gær var sá síðasti fyrir EM-hléið sem gert verður á deildarkeppninni, en Njarðvíkingar, sem eiga næst leik þann 26. júní eru fimm stigum á eftir toppliði Aftureldingar, eftir sex umferðir með 11 stig í fjórða sæti deildarinnar.