Nýjast á Local Suðurnes

Falur tekur við Fjölni

Falur J. Harðarson mun taka við þjálfun meistaraflokks karla hjá Fjölni í körfuknattleik. Samningurinn gildir til ársins 2019.

Falur tekur við keflinu af Hjalta Þ. Vilhjálmssyni sem hefur verið þjálfari meistaraflokks karla undanfarin ár.

Falur, sem var formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur frá 2013-2016 var í fremstu röð íslenskra körfuknattleiksmanna um árabil og á að baki fjölmarga leiki með Keflavík, bæði sem leikmaður og þjálfari.