Nýjast á Local Suðurnes

Fjárfesta í búnaði sem mun skila nær hreinu vatni út í Stakksfjörð

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Framkvæmdarstjori umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar hafa óskað er eftir að kaupa búnað í hreinsi- og dælustöð við Fitjabraut, þannig að nánast gerlafrítt vatn muni renna úr stöðinni út í Stakksfjörð. Búnaðurinn sem fyrir er skilar sínu hlutverki ekki nógu vel, samkvæmt því sem fram kemur í erindi vegna þessa.

Gert hefur verið ráð fyrir þeirri fjárfestingu á fjárhagsáætlun 2022 og 2023 og samkvæmt fundargerð er reynsla komin á þann búnað sem fyrirhugað er að fjárfesta í hjá nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Búnaðurinn kostar tæpar 50 milljónir króna sem er undir þeim viðmiðum sem kalla á útboð.