Njarðvík úr leik í Maltbikarnum

Njarðvíkingar hittu ekki á sinn besta dag þegar liðið tók á móti KR-ingum í 8-liða úrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í kvöld.
KR-ingar tóku völdin strax í fyrsta leikhluta og höfðu örugga forystu að honum loknum, 24-11. Forystuna létu KR-ingar aldrei af hendi, þrátt fyrir ágætis áhlaup Njarðvíkinga í öðrum leikhluta og unnu öruggann sigur, 87-68.
Maciek Baginski skoraði 20 stig fyrir Njarðvíkinga og þeir Logi Gunnarsson og Terrell Vinson 15 stig hvor.