Nýjast á Local Suðurnes

Mánuður síðan fundað var um ónæði af flugumferð – Enn mikið flogið yfir byggð

Í bókun Bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar í morgun, beinir ráðið þeim til­mæl­um til flug­vallar­yf­ir­valda á Kefla­vík­ur­flug­velli og þeirra flug­fé­laga sem nota flug­völl­inn, að reynt verði eft­ir fremsta megni að draga úr og tak­marka óþarfa ónæði sem íbú­ar Reykja­nes­bæj­ar verða fyr­ir vegna flug­um­ferðar um Kefla­vík­ur­flug­völl.

Norður-suður flugbraut Keflavíkurflugvallar verður lokuð í allt sumar vegna malbikunarframkvæmda. Áætluð verklok eru í lok september. Á meðan mun öll flugumferð fara um austur-vestur brautina. Flugvélar sem taka á loft í austur eða koma til lendingar úr austri munu því fara yfir byggð í Njarðvík í meira mæli en þegar báðar brautirnar eru í notkun.

Rétt um mánuður er síðan Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Guðlaugut Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs áttu fund með Haraldi Ólafssyni yfirflugumferðarstjóra í Flugturninum á Keflavíkurflugvelli og Þresti Söring framkvæmdastjóra Keflavíkurflugvallar varðandi ónæði af flugumferð yfir byggðir Reykjanesbæjar.

Á þeim fundi va ákveðið að reyna að lágmarka ónæði vegna flugs meðal annars með því að notast við flugtaksferla sem miða að því að hreyflum sé beitt þannig að þeir valdi sem minnstum hávaða. Í öðru lagi á að beina flugumferð sem mest um vestari enda flugbrautarinnar, sem liggur út af Hvalsnesi, þegar það er hægt en því tengjast margir aðrir þættir s.s. eldsneytisnotkun, flugtími o.fl. Þetta virðist ekki hafa gengið eftir þar sem bæjarráð sá ástæðu til að senda frá sér fyrrgreind tilmæli í dag.

Í bókuninni kemur fram að bæjaryfirvöldum sé ljóst að ýmsir þættir séu þess valdandi að nauðsynlegt geti verið að beina þurfi flugumferð yfir byggð, en biðlar til flugvallaryfirvalda að hafa lífsgæði íbúa í huga þegar ákvarðanir um flugstefnu eru teknar.

„Íbúar Reykja­nes­bæj­ar hafa í rúm 60 ár búið í sátt og sam­lyndi við Kefla­vík­ur­flug­völl og vilja gera það áfram. Alþjóðaflug­völl­ur­inn er stærsti vinnustaður Suður­nesja og skipt­ir gríðarlega miklu máli fyr­ir mann­líf svæðis­ins. Bæj­ar­yf­ir­völd­um er full­kom­lega ljóst að taka þarf til­lit til ör­ygg­is, veðurs og vinda, flug­tíma, eldsneyt­is­notk­un­ar o.fl. Með þess­ari bók­un er þó verið að biðja um að lífs­gæði íbúa og gesta Reykja­nes­bæj­ar verði jafn­framt höfð of­ar­lega í huga þegar ákv­arðanir eru tekn­ar um hvaðan og hvernig skuli tekið á loft og lent,“ seg­ir í bók­un­inni.