Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair aflýsir – Wizz og easyJet halda dampi

Um helmingi af áætluðum flugferðum til og frá landinu í dag og á morgun hefur verið aflýst. Þannig hafa 7 af 16 auglýstum brottförum frá Keflavíkurflugvelli í dag verið aflýst og 7 af 15 komuferðum. Það sama er uppi á teningnum á morgun; 6 af 17 komuferðum hefur verið aflýst og 6 af 16 brottförum.

Langflestar þeirra flugferða sem hefur verið aflýst eru á vegum Icelandair en einnig hefur SAS aflýst ferðum. Lággjaldaflugfélögin easyJet of Wizz-air halda þó dampi í flugi til og frá landinu og hafa enn sem komið er ekki aflýst ferðum næstu þrjá dagana.