Nýjast á Local Suðurnes

Öllu flugi frestað frá Keflavíkurflugvelli

Öllum brottförum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst, eða þeim frestað þar til síðdegis. WOW-air, easyJet og Flugfélag Íslands aflýstu flugi sem var á áætlun um klukkan 15 og Icelandair hefur frestað sínum ferðum til klukkan 17 eða síðar.

Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar er fólk hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum frá flugfélögum varðandi brottfarir.