Nýjast á Local Suðurnes

Nemendur Keilis gistu á hálendinu í bruna-gaddi – Myndir!

Nemendur í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku hjá Keili eyddu nótt í snjóhúsum á hálendi Íslands á dögunum. Um 15 gráðu frost og mikill vindur var á hálendinu á meðan á dvöl nemendana stóð og því var um að ræða góða reynslu fyrir nemana sem stefna á að starfa í þessum geira.

Boðið er upp á námið í nánu samstarfi við Thompson Rivers University (TRU) í Kanada og útskrifast nemendur með alþjóðlega viðurkennt skírteini frá þeim (Adventure Sport Certificate). TRU er einn virtasti háskóli í heimi sem býður nám í ævintýraleiðsögn, en meðal útskrifaðra nemenda þeirra eru nokkrir íslenskir leiðsögumenn.

keilir tru4

keilir tru3

keilir tru2

keilir tru1