Nýjast á Local Suðurnes

Hnerraði og skaust upp í 180 km hraða á Reykjanesbraut

Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur Magnúsi Ólafi, stofnanda og fyrrum forstjóra kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús er sakaður um ofsaakstur á Reykjanesbraut þar sem hann er grunaður um að hafa ollið alvarlegu umferðarslysi.

Er talið að Magnús hafi verið á tæplega 183 km hraða skömmu áður en hann ók hægra framhorni bílsins aftan á vinstra afturhorn annars bíls, af gerðinni Toyota Yaris, sem ekið var í sömu átt, við Hvassahraun. Afleiðingarnar voru þær að síðarnefndi bíllinn hafnaði utan vegar og varð fyrir skemmdum.

Ítarlega er greint frá aðalmeðferð málsins á vef Vísis, en þar kemur meðal annars fram að Magnús hafi greint frá því við skýrslutöku hjá lögreglu að mögulegt væri að hann hafi hnerrað og að við það hafi bíllinn farið upp í 180 km hraða.