Nýjast á Local Suðurnes

Oddný vill ekki aðkomu einkaaðila að flugvellinum

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til í nefndaráliti sínu við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að einkaaðilar komi í auknum mæli að uppbyggingu og rekstri Keflavíkurflugvallar.

Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Suðurkjördæmis, gefur lítið fyrir hugmyndir um aðkomu einkaaðila að flugvellinum og er ekki sammála fjárlaganefndinni.

„Mér lýst nú ekkert vel á þær vangaveltur,“ segir hún í samtali við Bylgjuna. „Í fyrsta lagi vegna þess að innviðauppbygging Keflavíkurflugvallar er fjármögnuð með rekstri flugstöðvarinnar. Það eru engir peningar teknir úr öðrum verkefnum og færðir til flugvallarins. Þegar að uppbyggingunni er svo lokið fer reksturinn að skila arði í ríkissjóð. Það má ekki skilja það svo að það sé verið að taka peninga úr ríkissjóð til að byggja upp á Keflavíkurflugvelli,“ segir hún.

„Síðan er Keflavíkurflugvöllur okkur mjög mikilvægur, ekki bara af því að við erum eyja, heldur líka af öryggisástæðum og sem gátt á milli landa og tenging á milli þeirra. Ég vill ekki setja þennan mikilvæga part af samgöngukerfi okkar í hendurnar á einkaaðilum. Opinberir aðilar eiga að reka flugvöllinn sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir okkur sem samfélag,“ segir Oddný.