Nýjast á Local Suðurnes

Fisktækniskólinn fékk Erasmus styrk

Fisktækniskólinn fékk tæplega 7,6 milljón króna styrk úthlutaðan frá Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Þetta kemur fram á vefnum Grindavík.net.

24 Skólar, sveitarfélög og fyrirtæki sem starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi var úthlutað alls 296. 991 evrum. 54.012 evrum var úthlutað til Fisktækniskólans fyrir verkefnið „þjálfun fisktækna” en skólinn hefur verið í fremstu röð undanfarin ár í námi og námskeiðum tengdum sjávarútvegi og fiskvinnslu.

Rannís hefur úthlutað rúmlega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB. Náms- og þjálfunarverkefni gefa nemendum og starfsfólki skóla á öllum skólastigum, fræðslustofnana og fyrirtækja sem sinna menntun tækifæri til að taka hluta af námi eða sinna starfsþjálfun og kennslu í 33 löndum í Evrópu. Að auki geta háskólar sótt um samstarfsstyrki við lönd utan Evrópu. Eins og undanfarin ár var hæstum styrkjum úthlutað til Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans.