Nýjast á Local Suðurnes

Metaðsókn á tjaldsvæði í Grindavík – Fjölgun gesta á hverju ári frá 2009

Mikið og markvisst markaðsstarf, sem unnið hefur verið í samvinnu Grindavíkurbæjar, Grindavík Experience og Markaðsstofu Suðurnesja á stóran þátt í því að gestum á tjaldsvæðinu í Grindavík hefur fjölgað jafnt og þétt á hverju sumri.

Ekkert lát virðist vera á þessari fjölgun og núna í júní var enn eitt metið slegið í aðsókn þegar gestafjöldi fór í fyrsta sinn yfir 3.000 í júnímánuði. Árið 2016 (sem líka var metár) voru gestir 2.534 en 2017 eru þeir 3.322. Það er aukning upp á 31,1% milli ára.

Gistinóttum fjölgar einnig umtalsvert í júní. Árið 2016 voru gistinætur í júní 3037, en árið 2017 eru gistinætur 3920, sem er aukning upp á 29,07%.