Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjaskutlur skelltu sér á Nelson og djamm í Glasgow – Myndband!

Suðurnesjatúlkurnar og vinkonurnar Ragna Dögg og Ásta gerðu sér ferð til Glasgow í Skotlandi yfir helgina, könnuðu næturlífið til hins ítrasta og litu við á bardaga Gunnars Nelson í blönduðum bardagaíþróttum, sem fram fór í borginni.

Bardagi Gunnars var í styttra lagi að þessu sinni, en stúlkurnar voru þó drjúgar á Snapchat-miðlinum vinsæla, fyrir, eftir og á meðan á bardaganum stóð, eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum, sem þær veittu okkur góðfúslegt leyfi til að birta.