Nýjast á Local Suðurnes

Á fimmta tug ungmenna hlýddu á fyrirlestur um skaðsemi vímuefna

Unglingaráð UMFN stóð á dögunum fyrir fyrirlestri um skaðsemi vímuefna fyrir yngriflokka félagsins. Á fyrirlesturinn mættu um 40 ungmenni á aldrinum frá 12-17 ára og nokkrir foreldrar með þeim.

Elfar Þór Guðbjartsson sem æfði á sínum yngri árum körfuknattleik með UMFN kom og hélt frábæran fyrirlestur. Elfar hefur glímt við áfengis og fíkniefnavanda í fjölda ára en hefur nú sigrast á honum með mikilli báráttu og dugnaði. Fyrirlesturinn var einkar góður og áhrifaríkur, segir á heimasíðu UMFN og þar er Elfari færðar bestu þakkir fyrir að koma og segja sína sögu.