Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út lagningu á fráveitu í Helguvíkurhöfn

Reykjanesbær hefur auglýst útboð á lagningu fráveitulagnar í Helguvíkurhöfn. Um er að ræða lagningu tæplega 500 metra lagnar og skal verkið unnið á tímabilinu 1. febrúar til 1. júlí næstkomandi.

Verkið felst í uppgreftri, klapparvinnu, söndun, lagningu holræsa, þverun brimvarnargarðs og frágangsvinnu ýmiskonar. Tilboð í verkið verða opnuð þann 10. janúar næstkomandi.

Nánari upplýsingar um verkið má finna á útboðsvef Reykjanesbæjar.